Staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur

Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Þær voru áður sjálfsagður kostur – enda einu tólin sem stóðu til boða til að styðja við lykilferla í rekstrinum. En staðan í dag er allt önnur.

 

Til að haldast samkeppnishæf þurfa fyrirtæki að nýta sér sjálfvirkni, gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Til þess að það verði að veruleika þarf lausnir sem eru sérsniðnar eftir þörfum fyrirtækisins – ekki lausnir sem fyrirtækið þarf að aðlaga sig að. Það sést meðal annars á því að starfsfólk fer að nýta önnur tól, eins og ChatGPT eða n8n, til að leysa verkefni sem ekki er hægt að framkvæma innan stöðluðu kerfanna. Þá fara gögnin að ferðast utan þess umhverfis sem fyrirtæki hafa stjórn á og tækifæri til að staðla og sjálfvirknivæða ferla frá byrjun til enda tapast.

 

Hvar eru viðkvæm gögn geymd? Hver hefur aðgang að þeim? Hvað gerist þegar starfsmaður hættir?


Þetta skapar ekki bara öryggisáskoranir, heldur einnig hættu á misræmi, misnotkun og tapaðri yfirsýn. Því fleiri tól sem notuð eru – þeim mun flóknara verður líka rekstrarumhverfið.

 

Hið raunverulega tækifæri felst í því að snúa dæminu við: Að byggja lausnir sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtæksins. Með low-code tólum eins og Power Platform er nú hægt að sérsníða lausnir og ferla með litlum tilkostnaði og á mun skemmri tíma en áður. Tólin eru hluti af þeim Microsoft leyfum sem flest fyrirtæki eru núþegar að greiða fyrir – og nýta sömu aðgangsstýringar og Outlook og Teams.

 

Það skiptir ekki lengur máli hvort þú vilt innleiða mannauðskerfi, CRM kerfi, samþykktarferli, innri þjónustugátt eða öflugt gagnaviðmót – það er orðið raunhæft og hagkvæmt að sérsníða lausnir sem passa nákvæmlega við þarfir fyrirtækisins. Það útrýmir ekki bara handavinnu – það breytir einnig hvernig starfsfólk vinnur, hvernig stjórnendur taka ákvarðanir og hvernig fyrirtæki geta þróast áfram.

 

Við trúum því að framtíðin sé í lausnum sem aðlagast að rekstri fyrirtækja – þannig verður hægt að stíga stór skref í átt að því að útrýma handavinnu og bæta afkomu fyrirtækisins.


Vilt þú koma boltanum af stað í þínu fyrirtæki?

25. nóvember 2025
Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.
21. nóvember 2025
Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting í því hvernig fyrirtæki þróa hugbúnað. Það sem áður tók mánuði eða jafnvel ár er nú hægt að smíða á dögum eða vikum. Ný tól gera notendum kleift að nýta tilbúna módúla, tengja saman ferla og jafnvel þróa lausnir frá grunni með aðstoð gervigreindar. Microsoft ætlar sér stóra
25. nóvember 2025
Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.
21. nóvember 2025
Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting í því hvernig fyrirtæki þróa hugbúnað. Það sem áður tók mánuði eða jafnvel ár er nú hægt að smíða á dögum eða vikum. Ný tól gera notendum kleift að nýta tilbúna módúla, tengja saman ferla og jafnvel þróa lausnir frá grunni með aðstoð gervigreindar. Microsoft ætlar sér stóra

Deildu greininni