Fyrstu skrefin í sjálfvirkni – hvernig komumst við af stað?

Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.

 

Stjórnendur vilja skiljanlega ekki hleypa tækninni lausri. Þeir þurfa traust, innsýn og stjórn á því sem fer fram. Ótal mismunandi tól standa til boða, en það er mikilvægt að fyrirtæki velji tól og tækni sem eru einföld í innleiðingu, hagkvæm og flækja ekki rekstrarumhverfi þeirra.

 

Það þarf að svara lykilspurningum eins og: 


  • Hvernig er aðgangsstýring háttað? 
  • Hvað gerist þegar starfsmaður hættir? 
  • Hvar eru gögnin geymd og hvert ferðast þau?

 

Power Platform, safn tóla frá Microsoft, er frábær kostur fyrir fyrirtæki sem vilja koma boltanum af stað og nýta sjálfvirkni og gervigreind til þess að leysa hin ýmsu verkefni. Það er hluti af því Microsoft-umhverfi sem flest fyrirtæki þekkja – og treysta – og nýtir sömu aðgangsstýringar og Teams og Outlook. Gögn og lausnir eru í eigu fyrirtækjanna og hýst í Microsoft umhverfi þeirra, sem tryggir að rekjanleiki, öryggi og stjórn haldist á einum stað.

 

En hvaða ferli á að byrja á? Út frá okkar reynslu er besta leiðin að byrja þar sem sársaukinn er mestur. Hvaða verkefni vekur mesta gremju í dag? Hvað er óþarflega tímafrekt, handvirkt eða leiðinlegt? Með því að einfalda eitt slíkt ferli fyrst – jafnvel eitthvað lítið – sjá teymin hvað er mögulegt og byrja að sjá tækifæri út um allt.

 

Mörg fyrirtæki halda að þau þurfi mikla tæknikunnáttu til að hefja þessa vegferð – en það er sjaldnast raunin. Þau þurfa bara að geta útskýrt fyrir aðilum eins og okkur hvert vandamálið er – og við sjáum um rest. Við vinnum með teymum til að skilja ferlana, hanna lausnir og innleiða sjálfvirknina þannig að hún sé bæði gagnsæ og stjórnendavæn.

 

Innleiðing á sjálfvirkni og gervigreind er forsenda samkeppnishæfni á komandi árum. En hún þarf ekki að vera yfirþyrmandi. Rétt nálgun í byrjun tryggir að boltinn fer fljótt að rúlla – og lausnir sem áður þóttu óraunhæfar verða allt í einu innan seilingar.

 

Viltu aðstoð við að komast af stað?

16. desember 2025
Rekstrarumhverfi fyrirtækja er að breytast hratt. Á næstu árum munu margir ferlar og verkefni sem nú eru unnin í teymum handvirkt verða leyst með sjálfvirkni og gervigreind. Í dag geta stjórnendur leitað beint til fólksins síns, fengið stöðuuppfærslur og tekið ákvarðanir í samtali. En þegar verkefni og ferli verða unnin af sjálfvirkum flæðum, gervigreind og samþættum lausnum, breytist hlutverk stjórnenda. Þeir þurfa að geta fylgst með og stjórnað tækninni - ekki bara Sigga og Gunnu eins og í dag – sem þeir treysta auðvitað betur en tækninni til að byrja með. Þetta gerir aukna yfirsýn og rekjanleika að algjöru lykilatriði fyrir stjórnendur. Það verður ekki í boði að gögn séu á víð og dreif í ólíkum kerfum, að samþykktarferli séu óljós eða að sjálfvirkni virki eins og „black box“ sem enginn skilur. Stjórnendur þurfa að vita hvað tæknin er að gera, hvenær hún framkvæmir aðgerðir og af hverju. Og þeir þurfa að geta gripið inn í - á einfaldan hátt - þegar þess gerist þörf. Power Platform er safn low-code tóla sem gerir fyrirtækjum kleift að þróa lausnir sem sjálfvirknivæða ferla og verkefni og jafnframt veita stjórnendum fulla yfirsýn og stjórn. Gögn eru sameinuð á einn stað, ferlar verða rekjanlegir og stjórnendur eru alltaf nokkrum smellum frá þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka upplýstar ákvarðanir: • Með Power Apps þróum við viðmót og virkni þar sem stjórnendur geta séð stöðu mála, rýnt niðurstöður, samþykkt aðgerðir eða triggerað flæði – allt á einum stað, í heildstæðri sýn sem fylgist með rekstrinum í rauntíma. • Með Power Automate sjálfvirknivæðum við ferla, samþættum lausnir við önnur kerfi og nýtum gervigreind. • Með Power BI þróum við mælaborð og skýrslur sem sýna allar lykiltölur og mælikvarða rekstursins. Í nýjum veruleika þar sem tækni og gervigreind taka yfir stóran hluta daglegra verkefna verður þessi yfirsýn og stjórn ekki bara gagnleg – hún verður nauðsynleg. Ef þú vilt sjá hvernig þetta getur virkað í þínum rekstri, tökum þá samtalið: hello@impactsolutions.is
22. nóvember 2025
Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Þær voru áður sjálfsagður kostur – enda einu tólin sem stóðu til boða til að styðja við lykilferla í rekstrinum. En staðan í dag er allt önnur.
21. nóvember 2025
Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting í því hvernig fyrirtæki þróa hugbúnað. Það sem áður tók mánuði eða jafnvel ár er nú hægt að smíða á dögum eða vikum. Ný tól gera notendum kleift að nýta tilbúna módúla, tengja saman ferla og jafnvel þróa lausnir frá grunni með aðstoð gervigreindar. Microsoft ætlar sér stóra
16. desember 2025
Rekstrarumhverfi fyrirtækja er að breytast hratt. Á næstu árum munu margir ferlar og verkefni sem nú eru unnin í teymum handvirkt verða leyst með sjálfvirkni og gervigreind. Í dag geta stjórnendur leitað beint til fólksins síns, fengið stöðuuppfærslur og tekið ákvarðanir í samtali. En þegar verkefni og ferli verða unnin af sjálfvirkum flæðum, gervigreind og samþættum lausnum, breytist hlutverk stjórnenda. Þeir þurfa að geta fylgst með og stjórnað tækninni - ekki bara Sigga og Gunnu eins og í dag – sem þeir treysta auðvitað betur en tækninni til að byrja með. Þetta gerir aukna yfirsýn og rekjanleika að algjöru lykilatriði fyrir stjórnendur. Það verður ekki í boði að gögn séu á víð og dreif í ólíkum kerfum, að samþykktarferli séu óljós eða að sjálfvirkni virki eins og „black box“ sem enginn skilur. Stjórnendur þurfa að vita hvað tæknin er að gera, hvenær hún framkvæmir aðgerðir og af hverju. Og þeir þurfa að geta gripið inn í - á einfaldan hátt - þegar þess gerist þörf. Power Platform er safn low-code tóla sem gerir fyrirtækjum kleift að þróa lausnir sem sjálfvirknivæða ferla og verkefni og jafnframt veita stjórnendum fulla yfirsýn og stjórn. Gögn eru sameinuð á einn stað, ferlar verða rekjanlegir og stjórnendur eru alltaf nokkrum smellum frá þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka upplýstar ákvarðanir: • Með Power Apps þróum við viðmót og virkni þar sem stjórnendur geta séð stöðu mála, rýnt niðurstöður, samþykkt aðgerðir eða triggerað flæði – allt á einum stað, í heildstæðri sýn sem fylgist með rekstrinum í rauntíma. • Með Power Automate sjálfvirknivæðum við ferla, samþættum lausnir við önnur kerfi og nýtum gervigreind. • Með Power BI þróum við mælaborð og skýrslur sem sýna allar lykiltölur og mælikvarða rekstursins. Í nýjum veruleika þar sem tækni og gervigreind taka yfir stóran hluta daglegra verkefna verður þessi yfirsýn og stjórn ekki bara gagnleg – hún verður nauðsynleg. Ef þú vilt sjá hvernig þetta getur virkað í þínum rekstri, tökum þá samtalið: hello@impactsolutions.is
22. nóvember 2025
Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Þær voru áður sjálfsagður kostur – enda einu tólin sem stóðu til boða til að styðja við lykilferla í rekstrinum. En staðan í dag er allt önnur.
21. nóvember 2025
Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting í því hvernig fyrirtæki þróa hugbúnað. Það sem áður tók mánuði eða jafnvel ár er nú hægt að smíða á dögum eða vikum. Ný tól gera notendum kleift að nýta tilbúna módúla, tengja saman ferla og jafnvel þróa lausnir frá grunni með aðstoð gervigreindar. Microsoft ætlar sér stóra

Deildu greininni