Low/vibe-code byltingin – hvað er Power Platform og hvernig breytir það leiknum?

Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting í því hvernig hugbúnaður er þróaður. Það sem áður tók mánuði eða jafnvel ár er nú hægt að smíða á dögum eða vikum. Ný tól gera notendum kleift að nýta tilbúna módúla, tengja saman ferla og jafnvel þróa lausnir frá grunni með aðstoð gervigreindar. Microsoft ætlar sér stóra hluti í þessari þróun – og lykillinn að þeirri vegferð er Power Platform.

 

Power Platform er samansafn tóla sem gerir fyrirtækjum kleift að "þróa" sérsniðnar lausnir – öpp, sjálfvirkni, samþættingar og mælaborð – án hefðbundinnar forritunarvinnu. Power Apps, Power Automate og Power BI mynda kjarnann og vinna saman að því að stytta leiðina frá vandamáli yfir í lausn sem skilar virði.

 

Flest fyrirtæki eru þegar að greiða fyrir Power Platform í gegnum Microsoft-leyfin sín, án þess að vera meðvitað um það. Þau geta því byrjað strax, án þess að leggja í aukinn kostnað vegna hugbúnaðarleyfa. Lausnirnar nýta sömu aðgangsstýringar og önnur Microsoft-tól, eins og Teams og Outlook, og gögnin – ásamt lausnunum – eru hýst innan Microsoft-umhverfis fyrirtækisins. Þetta tryggir gagnavernd, rekjanleika og einfalt viðhald.

 

Ávinningurinn getur orðið svakalegur: minni handavinna, meiri sjálfvirkni og betri aðgangur að rauntímagögnum sem styðja við upplýsta ákvarðanatöku og skila sér í skilvirkari rekstri. Þar sem lausnirnar eru sérsniðnar að ferlum fyrirtækisins hverfa óþörf skref, tvíverknaður og villuhætta.

 

Það sem áður var talið of flókið og dýrt – er nú orðið hagkvæmt, framkvæmanlegt og innan seilingar fyrir flest fyrirtæki.

 

Þetta er ekki framtíðin. Low/vibe-coding er að breyta leiknum núna. Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt?

 

Hafðu samband og við sýnum þér hvernig


25. nóvember 2025
Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.
22. nóvember 2025
Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Þær voru áður sjálfsagður kostur – enda einu tólin sem stóðu til boða til að styðja við lykilferla í rekstrinum. En staðan í dag er allt önnur.
25. nóvember 2025
Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.
22. nóvember 2025
Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að staðlaðar hugbúnaðarlausnir duga ekki lengur til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Þær voru áður sjálfsagður kostur – enda einu tólin sem stóðu til boða til að styðja við lykilferla í rekstrinum. En staðan í dag er allt önnur.

Deildu greininni