Umbyltu rekstri fyrirtækisins með Power Platform

Hvað er

Power Platform?

Power Platform eru low-code tól frá Microsoft sem gera okkur kleift að þróa sérsniðnar hugbúnaðarlausnir í síma, spjaldtölvu eða vefviðmóti - sem einfalda og sjálfvirknivæða þinn rekstur.

Með Power Apps smíðum við sérsniðin viðmót og virkni sem uppfylla þínar þarfir, hvort sem það er í síma, spjaldtölvu eða tölvu.

Power Automate er öflug ferlalausn sem getur t.d. séð um rafræn samþykktarferli, sjálfvirkar póstsendingar og flutt gögn á milli staða.

Power BI

Power BI er greiningartól sem draga saman allar þær upplýsingar sem fyrirtæki þurfa til þess að taka upplýstar ákvarðanir. 

Dataverse / List

Miðlæg gögn og örugg gagnavistun

Dataverse og List bjóða upp á einfaldan og öruggan grunn fyrir allar tegundir gagna. Gögnin eru geymd í Microsoft-umhverfinu og auðvelt er að tengja þau við Power Apps, Power Automate og Power BI.

Af hverju

Power Platform?

Power Platform er frábær kostur fyrir fyrirtæki sem vilja taka næstu skref og sérsníða lausnir sem einfalda/sjálfvirknivæða ferla og verkefni. Það er hluti af því Microsoft-umhverfi sem flest fyrirtæki þekkja – og treysta – og nýtir sömu aðgangsstýringar og Teams og Outlook. Gögn og lausnir eru í eigu fyrirtækjanna og hýst í Microsoft umhverfi þeirra, sem tryggir að rekjanleiki, öryggi og stjórn haldist á einum stað.

Hér eru nokkrir af helstu ávinningum þess:

Samþættingu við önnur kerfi

Tengjast auðveldlega við þau kerfi sem fyrirtækið notar nú þegar, án flókinna innleiðinga.

Innifalið í flestum Microsoft-leyfum

Flest fyrirtæki eru þegar að greiða fyrir Power Platform í gegnum Microsoft-leyfin sín, án þess að vera meðvitað um það.

Nýtir sömu aðgangsstýringar

Lausnirnar nýta sömu aðgangsstýringar og önnur Microsoft-tól, eins og Teams og Outlook, og gögnin – ásamt lausnunum – eru hýst innan Microsoft-umhverfis fyrirtækisins.

Lár rekstrarkostnaður

Lausnirnar eru í eigu samstarfsaðila og þurfa þeir því ekki að greiða nein áskriftar- og eða þjónustugjöld. Reynsla okkar hefur sýnt að rekstrarkostnaður Power Platform lausna er umtalsvert lægri samanborið við stöðluð hugbúnaðarkerfi.

Einfaldar vinnu og sparar tíma

Raunverulegur árangur næst í því að minnka handavinnu og auka skilvirkni í rekstri. Þetta skilar sér í skemmtilegri störfum og aukinni arðsemi fyrirtækja.

Verkefni sem sýna árangur

Hér eru dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið með samstarfsaðilum okkar og fela í sér bætta ferla, minni handavinnu og meiri sjálfvirkni.

Við þróuðum notendavænt starfsmannaapp sem sameinar helstu innri aðgerðir starfsmanna og veitir skýra yfirsýn, sjálfvirkar samþykktir og fleira á einum stað.

Skoða nánar

NOVA

Við þróuðum sérsniðna lausn fyrir spjaldtölvu (ásamt stjórnborði) sem heldur utan um ferla og dagleg verkefni kaffihúsa Te og Kaffi.


Skoða nánar

Te & kaffi

Við þróuðum verkstakastjórnunarkerfi sem einfaldar verkefnastjórnun og stýringu verktaka á öllum stigum framkvæmda.

Skoða nánar

Rio Tinto