Nova Starfsmannaapp

Um verkefnið

Notendavænt starfsmannaapp sem sameinar helstu innri aðgerðir starfsmanna og veitir skýra yfirsýn, sjálfvirkar samþykktir og fleira á einum stað.

Nova stóð frammi fyrir því að alltof mikill tími fór í vinnu við hinar ýmsu aðgerðir starfsmanna. Starfsmenn voru með of mörg kerfi sem þeir þurftu að nota fyrir hinar ýmsu aðgerðir eins og t.d. panta sér hádegismat.


Það fór því mikill tími fór í að elta upplýsingar, færa gögn á milli kerfa og skrá sömu hlutina oftar en einu sinni. Rekstrarumhverfið var óþarfa flókið og það mátti ekki gleyma að stofna nýjan notanda í öllum kerfum þegar starfsmaður hóf störf og loka sömu aðgöngum þegar starfsmaður hætti. Þörf var á einni, snjallri lausn sem héldi utan um allar beiðnir og aðgerðir starfsmanna.

Áskorunin


  • Of flókið fyrir starfsfólk að framkvæma aðgerðir
  • Innri ferlar dreifðir á milli Excel skjala, tölvupósta og mismunandi kerfa
  • Handavinna við skráningu gagna
  • Takmörkuð yfirsýn yfir stöðu beiðna, aðgerða og samþykkta
  • Rekstrarumhverfið of flókið – mikill óþarfa kostnaður

Lausnin


Þróuð var sérsniðin lausn í Microsoft Power Platform sem virkar sem „one-stop shop“ fyrir starfsmenn:


  • Starfsmannaapp í síma fyrir helstu aðgerðir starfsmanna
  • Tenging við Business Central, Asana og önnur kjarnakerfi
  • Sjálfvirk samþykktarflæði í Power Automate
  • Skýrslur í Power BI sem renna beint inn í launakeyrslu
  • Miðlæg gagnavistun sem tryggir að öll gögn séu í einu, traustu umhverfi

Viðmótið var hannað í Power Apps í síma, sem allt starfsfólk notar nú mörgum sinnum í viku.

Ávinningurinn


  • Mikill tímasparnaður með færri handvirkum skráningum
  • Skýr yfirsýn yfir samþykktir, beiðnir og stöðu verkefna
  • Betri gæði gagna og minni hætta á mistökum
  • Stjórnendur fá rauntímaupplýsingar úr Power BI
  • Færri kerfi, lægri kostnaður
  • Starfsfólk upplifir einfaldara og nútímalegra vinnuumhverfi

Frásögn
Viðskiptavinar

Stærsti skemmtistaður í heimi fangar andann í starfsemi Nova og við erum ótrúlega stolt af hæfileikaríku og reynslumiklu fólkinu okkar, og ánægja þess skiptir okkur öllu.


Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að einfalda daglegt starf. Þróunin á starfsmannaappinu Dansgólfinu, í samstarfi við Impact Solutions, hefur verið stórt skref í þá átt. Appið hefur gert flókna ferla mun þægilegri, með samþykktarflæði, lifandi skýrslum og snjöllum gagnaflæði – og sameinar nú virkni sem áður var dreifð á mörg ólík kerfi. Niðurstaðan er einfaldara og skilvirkara rekstrarumhverfi og ánægðara fólk.


Samstarfið hefur verið einstaklega gott frá upphafi og við hlökkum til að halda áfram að þróa Dansgólfið með Impact Solutions á komandi misserum


– Ólafur Magnússon, Tæknistjóri Nova