Við erum Impact
Þróum lausnir sem hafa áhrif á ykkar rekstur
Við sameinum ráðgjöf og tækni til að einfalda og sjálfvirknivæða þinn rekstur
Impact Solutions er íslenskt ráðgjafa- og þróunarteymi sem sérhæfir sig í skilgreiningu, hönnun og þróun lausna sem stuðla að einfaldari rekstri og aukinni nýtingu á sjálfvirkni og gervigreind. Við vinnum þétt með fyrirtækjum sem vilja nýta tækni til þess að ná fram skilvirkni í rekstri.
Við trúum því að einfaldasta leiðin til þess að auka arðsemi fyrirtækja sé oftast með því að draga úr kostnaði. Þessu höfum við náð fram með okkar samstarfsaðilum með að innleiða lausnir sem eru sérsniðnar að þeirra þörfum.
Rekstrarumhverfi fyrirtækja er að breytast hratt. Á næstu árum munu margir ferlar og verkefni færast frá handvirkri vinnu í teymum yfir í sjálfvirkni og gervigreind. Til þess að haldast samkeppnishæfni á komandi árum þurfa fyrirtæki að bregðast við núna - og þess vegna erum við hér.
Markmið okkar er einfalt - að þróa snjallari lausnir, sem gera samstarfsaðilum okkar kleift að einfalda ferla og verkefni, og þannig ná aukinni arðsemi.

Sóley Emilsdóttir
Stofnandi - Power Platform sérfræðingur
Vélaverkfræðingur

Ingvar Birgisson
Stofnandi - Vöruþróun og hönnun
Iðnaðarverkfræðingur

Emil Þór Emilsson
Power Platform sérfræðingur
Tölvunarfræðingur
Komum boltanum
af stað!
Við vinnum með framsýnum fyrirtækjum sem vilja innleiða lausnir sem einfalda daglegt starf og skapa raunverulegt virði.
Hafðu samband og við ræðum ykkar tækifæri, ferlið og næstu skref.








