Te & Kaffi
Lausn fyrir kaffihús
Um verkefnið
App í spjaldtölvu og stjórnborð í vef.
Kaffihúsarekstur krefst þess að allt gangi hratt og hnökralaust. Starfsfólk þarf að sinna fjölbreyttum verkefnum á annasömum tímum — frá þrifum og hitamælingum til móttöku pantana og daglegra skráninga sem skipta máli fyrir bæði gæði og eftirlit.
Í þessu verkefni þróuðum við sérsniðna lausn fyrir spjaldtölvu (ásamt stjórnborði) sem heldur utan um ferla og dagleg verkefni kaffihúsa Te og Kaffi. Öll skráning fer nú fram í gegnum þess lausn, sem áður var handvirk að miklu leyti. Slíkt skapaði óþarfa handavinnu, takmarkaða yfirsýn og hættu á villum.
Áskorunin
- Mikil handvirk skráning á hverjum degi og enginn miðlægur staður fyrir gögn
- Engin ein lausn sem hélt utan um pantanir, hitamælingar, þrifalista og aðrar daglegar skráningar
- Takmörkuð yfirsýn fyrir stjórnendur yfir stöðu verkefna í rauntíma
- Talsverður tími fór í samskipti og skipulag sem hægt var að sjálfvirknivæða
Lausnin
Þróuð var heildstæð lausn byggð á Power Platform sem sameinar allar helstu aðgerðir í rekstri kaffihússins:
- App í spjaldtölvu fyrir starfsfólk með öllum lykilaðgerðum
- Stjórnborð í vefviðmóti fyrir stjórnendur
- Einfölduð skráning og straumlínulagað flæði sem minnkar mistök og tvíverknað
- Miðlæg gagnavistun þar sem öll gögn safnast saman – auðvelt að keyra út gögn fyrir t.d. heilbrigðiseftirlit
- Rauntímaskýrslur í Power BI sem sýna stöðu verkefna, tölfræði oþh.
- Sjálfvirknivædd ferli í Power Automate sem tryggja að upplýsingar flæði rétta leið
Auk þess var í stjórnborðinu hönnuð sérhæfð virkni sem heldur utan um þróun starfsfólks frá fyrstu prufuvakt og allt þar til starfsmaður er fullþjálfaður og fastráðinn.
Ávinningurinn
- Einföldun daglegra aðgerða og verkefna í rekstri kaffihússins
- Betri yfirsýn yfir pantanir, verkefni dagsins og stöðu skráninga
- Minna álag á starfsfólk – færri skráningar, meiri sjálfvirkni og færri villur
- Heildstætt ferli sem nær utan um ráðningu og þjálfun starfsfólks
- Auðvelt að bæta við nýjum ferlum og virkni eftir þörfum


